Um okkur

Starfsemi frá árinu 1990.

Craftsport

Fyrirtækið var stofnað 30. október 1990 af Víði Finnbogasyni hf. og einstaklingum hér á Ísafirði. Verslunin var fyrst til húsa að Aðalstræti 26, eða fram til 1993 er hún fluttist í húsnæði að Skeiði 1. Framkvæmdastjóri frá byrjun hefur verið Kristbjörn R. Sigurjónsson en hann og eiginkona hans Rannveig Halldórsdóttir keyptu fyrirtækið af Víði Finnbogasyni hf. 1996.

Craftsport hóf árið 2004 innflutning á skíðaáburði frá Ítalíu en árið 2006 þá bættum við enn við innflutning skíðavara frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.

Verslunin flutti í glæsilegt húsnæði 18.mars 2011 og opnaði undir nafninu CraftSport. Í dag erum við með sérhæfða íþróttavöruverslun í miðbæ Ísafjarðar, seljum CRAFT fatnað, Madshus skíðavörur, Rode skíðaáburð, GT / Scwhinn reiðhjól og TYR sundfatnað.

Eigendur

Kristbjörn R Sigurjónsson hefur verið virkur í íþróttalífi Ísafjarðar í um 30 ár, stundað gönguskíði,  hlaup, hjól og sund í 10-25 ár. Hefur keppt  á  gönguskíðum á Íslandi og erlendis aðallega Worldloppet maraþongöngur. Einnig hefur hann stundað maraþon hlaupin  bæði innalands og erlendis. Hann hefur einnig lokið tveimur Ironman keppnum erlendis.

Rannveig Halldórsdóttir hefur einnig verið virk í íþróttalífi Ísafjarðar, gönguskíðin, hlaupin, hjól og sund. Hún hefur verið dugleg að hlaupa maraþon bæði á Íslandi og erlends, einnig hefur hún farið í margar Worldloppet skíðagöngurnar erlendis. Og hefur tekið þátt í flestum 50 km Fossavatnsgöngum af konum.

Birgjar

Síðustu færslur

Það sem er efst á baugi hjá okkur.

Vantar þig aðstoð?

Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með, þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur og við munum bregðast skjótt við með svör.